KV nálgast sæti í 2. deild

Ingólfur Sigurðsson skoraði eitt marka KV.
Ingólfur Sigurðsson skoraði eitt marka KV. mbl.is/Kristinn Magnússon

KV nálgast óðfluga sæti í 2. deild karla í fótbolta eftir sannfærandi 5:1-útisigur á Ægi í 3. deildinni í Þorlákshöfn í kvöld. Eru KV-menn með fjögurra stiga forskot á toppnum og tólf stiga forskot á þriðja sætið þegar liðið á fjóra leiki eftir. 

Vendipunktur leiksins átti sér stað á 37. mínútu þegar Aco Pandurevic fékk rautt spjald hjá Ægi í stöðunni 0:0. KV-menn nýttu sér liðsmuninn og Björn Axel Guðjónsson skoraði tvö mörk og þeir Ingólfur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kristinn Daníel Kristinsson bættu við mörkum. 

Í Árbænum hafði Elliði betur gegn Tindastóli, 3:1. Fór Elliði upp fyrir Sindra og upp í sjötta sætið þar sem liðið er einu stigi frá Tindastóli. Fréttin verður uppfærð með markaskorurum Tindastóls innan skamms. 

Staðan: 

  1. KV 40
  2. Reynir S. 36
  3. KFG 28
  4. Augnablik 26
  5. Tindastóll 25
  6. Elliði 24
  7. Sindri 22
  8. Ægir 20
  9. Einherji 20
  10. Vængir Júpíters 18
  11. Höttur/Huginn 15
  12. Álftanes 13
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert