Fjórar íslenskar konur í sögubækurnar

Rúna Kristín Stefánsdóttir, Bríet Bragadóttir, Bergrós Unudóttir og Eydís Einarsdóttir …
Rúna Kristín Stefánsdóttir, Bríet Bragadóttir, Bergrós Unudóttir og Eydís Einarsdóttir eru klárar í slaginn. Ljósmynd/KSÍ

Annað kvöld mætast Wales og Færeyjar í undankeppni EM kvenna í fótbolta 2022. Verður spilað í Cardiff í Wales og verður flautað til leiks klukkann 18:05 að íslenskum tíma.  

Dómari leiksins verður Bríet Bragadóttir, aðstoðardómarar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir, og varadómari verður Bergrós Unudóttir. 

Verður þetta í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A landsliða á erlendri grundu.

Bríet hefur starfað við alþjóðleg verkefni síðan 2014, Rúna síðan 2012 og Eydís síðan 2017, en þetta er fyrsta alþjóðlega verkefni Bergrósar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert