Guðni: Ákvörðun KR viss vonbrigði

Guðni Bergsson
Guðni Bergsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það vonbrigði að KR hafi vísað ákvörðun stjórnar KSÍ um að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýj­un­ar­dóm­stóls sam­bands­ins.

Stjórn knattspyrnudeildar KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þess efnis að félagið hafi vísað ákvörðun KSÍ til dómstólsins. Segir þar meðal annars: „KR tel­ur að ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, er bygg­ir á reglu­gerð stjórn­ar, fari gegn ákvæðum laga sam­bands­ins. Þannig hafi stjórn sam­bands­ins ekki verið heim­ilt að ljúka keppni líkt og gert var.“

Guðni segir það ekki koma á óvart að félög á borð við KR vilji leita réttar síns en önnur félög eru sömuleiðis ósátt með endalok tímabilsins, meðal annars Fram og Magni í Lengjudeildinni.

„Það kemur ekki á óvart en eru auðvitað viss vonbrigði. Maður áttar sig á þeim hagsmunum sem þar eru á ferð og þeir hafa sína skoðun á þessu og vilja fara með sína skoðun fyrir okkar dómstig og það er þeirra réttur. Við tökumst á við það,“ sagði Guðni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert