Heimatilbúið vandamál hjá KSÍ

Páll Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar KR, fyrir miðju.
Páll Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar KR, fyrir miðju. Ljósmynd/@KRreykjavik

„Ég er verulega ósáttur með þessa ákvörðun og ég er sjálfur þeirra skoðunar að ég efast um lögmæti hennar,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við mbl.is í dag.

„Þegar maður efast um lögmæti einhvers þá kannar maður að sjálfsögðu rétt sinn og hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að þessi reglugerð sem KSÍ setti fram í júlí gangi ekki upp þar sem tímamörkin sem þeir setja sér, 1. desember, eigi sér enga stoð í knattspyrnulögunum.

Þetta er því heimatilbúið vandamál hjá KSÍ að búa til þetta viðmið í desember. Við viljum að sjálfsögðu virða allar sóttvarnareglur, fara eftir tilmælum land- og sóttvarnalæknis og auðvitað reglugerðum ráðherra líka.“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ætla kanna sína möguleika

Páll er ósáttur við KSÍ og segir stjórn sambandsins vera að vinna gegn eigin lögum.

Við erum ekki að gera neina kröfu um það að lið séu að æfa eða spila. Við viljum bara klára mótið eins og knattspyrnulögin gera ráð fyrir og gefa okkur þann tíma sem til þess þarf.

Stjórn sambandsins þarf og á að vinna eftir eigin lögum og hún getur ekki farið gegn eigin lögum eins og við teljum hana vera að gera.“

Von er á yfirlýsingu frá Vesturbæingum síðar í dag.

„Menn eru bara í hagsmunabaráttu út frá eigin klúbbum og sjónarmiðum og þannig verður það alltaf. Við erum búnir að vera í sambandi við fjölmarga forsvarsmenn undanfarna sólarhringa og KR mun kanna sína möguleika, líkt og aðrir.

Við munum senda frá okkur yfirlýsingu síðar í dag en við höfum ekki leitt hugann að neinum skaðabótum sem slíkum enda algjört aukaatriði í þessu öllu saman,“ sagði Páll í samtali við mbl.is.

KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum 2019.
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum 2019. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert