Belginn á leið til Akureyrar?

Jonathan Hendrickx í leik með Breiðabliki.
Jonathan Hendrickx í leik með Breiðabliki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belgíski knattspyrnumaðurinn Jonathan Hendrickx er á leiðinni í úrvalsdeildarfélagið KA samkvæmt Guðmundi Benediktssyni fyrrverandi knattspyrnumanni og núverandi sjónvarpsmanni.

Hendrickx, sem verður 27 ára í næsta mánuði, lék með FH frá 2014 til 2017 og síðan Breiðabliki frá 2018 til 2019 en hann hefur verið leikmaður Lommel í heimalandinu frá því á síðasta ári en Kolbeinn Þórðarson leikur með liðinu.

Belgíski bakvörðurinn hefur leikið 78 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim tvö mörk. Þá hefur hann leikið ellefu leiki í bikarkeppni og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is