Geggjuð tilfinning

Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum gegn Ungverjalandi í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum gegn Ungverjalandi í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Þetta er bara geggjuð tilfinning. Þessi undankeppni er búin að taka sinn tíma. Eftir leikinn í dag hefði verið skemmtilegt að fagna en við þurftum að bíða í nokkra tíma þannig að við fögnum í kvöld.“

Þetta sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, þegar á blaðamannafundi eftir að ljóst var að liðið væri búið að tryggja sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð.

Sara Björk sagði að frammistaðan á EM 2017 hafi verið vonbrigði og að markmiðið sé að gera betur á næsta móti. „Ég tel að við höfum verið með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni. Við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en persónulega fannst mér við ekki eiga gott mót. Í þessari undankeppni hafa sterkir leikmenn komið inn í hópinn og við ætlum okkur að ná einhverjum alvöru markmiðum.

Aðspurð hvort þau markmið væru orðin ljós sagði Sara Björk svo ekki vera. Í kvöld ætluðu leikmenn og starfslið að fagna en svo yrði farið yfir markmiðin fyrir EM 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert