Sá markahæsti tekur við Kormáki/Hvöt

Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar í 4. deildinni.
Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar í 4. deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar á Blöndósi en liðið leikur í 4. deildinni.

Það var Feykir.is sem greindi fyrst frá þessu en Tryggvi er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi.

Hann á að baki 241 leik í efstu deild þar sem hann skoraði 131 mark og þá á hann að baki 42 A-landsleiki þar sem hann skoraði tólf mörk.

Tryggvi, sem er 46 ára gamall, hefur leikið með fjölda liða hér á landi en þar ber hæst að nefna ÍBV, KR og FH, ásamt því að leika sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð.

Tryggvi var aðstoðarþjálfari ÍBV sumarið 2015 og þá hefur hann einnig stýrt Vængjum Júpíters í 3. deildinni.

Kormákur/Hvöt komst í undanúrslit umspils um sæti í 3. deildinni síðasta sumar en tapaði fyrir ÍH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert