Fá markvörð sem lék í Meistaradeildinni

Grindvíkingar fagna marki í leik á síðasta ári.
Grindvíkingar fagna marki í leik á síðasta ári. Ljósmynd/UMFG

Kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig bandarískan markvörð sem kemur frá albönsku meisturunum Vllaznia.

Hún heitir Kelly O'Brien og varði m.a. mark Vllaznia í Meistaradeild kvenna síðasta haust þar sem liðið komst í aðra umferð með því að sigra tyrknesku meistarana í vítaspyrnukeppni. Hún fékk aðeins á sig fjögur mörk í fimmtán deildaleikjuim með liði Vllaznia.

Grindavík vann í 2. deild kvenna í fyrra og leikur því í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, eftir árs fjarveru þaðan.

mbl.is