Guðmundur Andri kominn í Val

Guðmundur Andri Tryggvason í leik með Víkingi fyrir tveimur árum.
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með Víkingi fyrir tveimur árum. Árni Sæberg

Guðmundur Andri Tryggvason knattspyrnumaður sem hefur verið í röðum Start í Noregi síðustu árin er genginn til liðs við Val.

Hann er löglegur með Íslandsmeisturunum frá og með morgundeginum og gæti því verið í hópnum þegar Valsmenn mæta FH á sunnudagskvöldið.

Guðmundur Andri er 21 árs gamall kantmaður, uppalinn hjá KR og lék þar  til 2017. Hann hefur verið í röðum Start frá þeim tíma en lék með Víkingum í Reykjavík tímabilið 2019 og skoraði þá sjö mörk í 16 leikjum. Guðmundur Andri missti af öllu síðasta tímabili með Start vegna meiðsla.

mbl.is