Selfoss áfram með fullt hús stiga

Selfoss og Stjarnan eigast við í dag.
Selfoss og Stjarnan eigast við í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Selfyssingar eru áfram ósigraðir í toppsæti Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu eftir 3:1 sigur á Stjörnunni á heimavelli í dag.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Stjörnukonur sem fengu betri færi. Þau fóru hins vegar öll í súginn og það var Anna María Friðgeirsdóttir sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks með langskoti á 33. mínútu, 1:0 fyrir Selfoss.

Stjarnan byrjaði betur í seinni hálfleik og Betsy Hassett jafnaði með góðu skoti á 52. mínútu en í kjölfarið tóku Selfyssingar leikinn yfir og skoruðu tvö frábær mörk. Unnur Dóra Bergsdóttir skoraði glæsilegt skallamark á 62. mínútu og þremur mínútum síðar innsiglaði Hólmfríður Magnúsdóttir sigurinn.

Selfoss 3:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur Selfyssinga. Þær voru sterkari heilt yfir og áttu seinni hálfleikinn þar sem þær skoruðu tvö gæðamörk.
mbl.is