Við sóttum stíft og mér finnst við eiga meira skilið fyrir það

Mikið gekk á þegar Blikakonur slógu Val út úr bikarkeppninni …
Mikið gekk á þegar Blikakonur slógu Val út úr bikarkeppninni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er nú bara að melta þessi úrslit, það gerðist allt svo hratt að maður er varla lentur,“  sagði Lára Kristín Pedersen miðjuleikmaður Vals eftir 4:3 tap fyrir Breiðablik í undanúrslitum bikarkeppni kvenna, sem fram í Kópavoginum í kvöld.

„Við sóttum stíft og mér fannst við eiga skilið að uppskera sigur út frá því.   Blikar sækja mjög hratt en mér fannst við hafa ágætist tök á leiknum en þetta gekk ekki í dag.  Þessi lið eru vön því að mætast og allir leikmenn vanir að spila undir mikilli pressu svo það var ekkert erfiðara en vanalega.“

Ef þú vilt skora verður að fórna einhverju

Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals sagði geta kostað sitt að sækja. „Við sóttum grimmt, vorum ekki komin hingað til að verjast heldur gefa Blikum hörkuleik.   Við vissum að Blikar myndu koma vel stemmdar á móti svo þetta varð bara skemmtilegur leikur þar sem úrslitin hefðu getað dottið báðu megin.  Ef þú ætlar að sækja mark verður þú að fórna einhverju,  bæði lið vildu sækja til sigurs og við fengum það í bakið eins og gengur og gerist,“ sagði Eiður Benedikt eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert