Bandarískur framherji til Akureyrar

Norðankonur hafa fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum.
Norðankonur hafa fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/KA hefur fengið bandaríska framherjann Shaina Ashouri til liðs við sig fyrir síðari hluta Íslandsmótsins í knattspyrnu en hún hefur fengið leikheimild og getur því spilað gegn Breiðabliki á Akureyri á morgun.

Ashouri spilaði síðasta vetur með varaliði Houston Dash, sem leikur í MLS-atvinnumannadeildinni, en þar áður lék hún með háskólaliði í Wyoming og í Króatíu. Hún er fyrrverandi samherji Stephanie Bukovic, sem lék í marki Þórs/KA sumarið 2018.

Þór/KA er í 7. sæti úrvalsdeildarinnar eftir 12 umferðir en liðið er með 13 stig, hefur unnið þrjá leiki og þar af aðeins einn af síðustu fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert