Danski Íslandsmeistarinn endaði sem markakóngur

Nikolaj Hansen fagnar marki sínu í dag.
Nikolaj Hansen fagnar marki sínu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen stóð uppi sem markakóngur úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, og var langt á undan næstu mönnum með 16 mörk.

16. markið kom í dag þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Hann kom þá liðinu á bragðið eftir hálftíma leik gegn Leikni úr Reykjavík en Víkingur vann leikinn 2:0.

Mörkin 16 skoraði Hansen í 21 deildarleik.

Næstir á eftir honum í baráttunni um markakóngstitilinn urðu Árni Vilhjálmsson hjá Breiðabliki, sem skoraði sitt 11 mark í 3:0 sigri gegn HK í dag og Hallgrímur Mar Steingrímsson hjá KA, sem gerði slíkt hið sama í 2:2 jafntefli gegn FH.

Næstir á eftir þeim komu Sævar Atli Magnússon með 10 mörk fyrir Leikni og Joey Gibbs skoraði sömuleiðis 10 mörk fyrir Keflavík.

mbl.is