Birkir getur slegið metið í Skopje

Birkir Bjarnason var fyrirliði í leikjunum gegn Armeníu og Liechtenstein.
Birkir Bjarnason var fyrirliði í leikjunum gegn Armeníu og Liechtenstein. Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Liechtenstein í gærkvöld, eins og gegn Armeníu, getur slegið landsleikjamet Rúnars Kristinssonar í Skopje 14. nóvember.

Birkir lék sinn 103. landsleik í gærkvöld og slapp við að fá gult spjald þannig að hann verður allavega ekki í banni í fyrri leiknum í nóvember sem er gegn Rúmeníu 11. nóvember. Komist hann í gegnum þann leik, heill og án spjalds, getur met Rúnars, 104 leikir, sem hefur staðið frá árinu 2004, fallið í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, þremur dögum síðar þegar þjóðirnar mætast þar í lokaumferð riðlakeppninnar.

Birkir er 71 leik á undan næstleikjahæsta leikmanninum sem tók þátt í leiknum gegn Liechtenstein í gærkvöld. Viðar Örn Kjartansson var næstreyndasti leikmaður Íslands og spilaði sinn 32. landsleik.

Birkir Már Sævarsson, sem var í leikbanni í gærkvöld, getur jafnað við Rúnar með því að spila báða leikina í nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »