Vil auðvitað byrja en krefst ekki byrjunarliðssætis

Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Unnur Karen

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lét vel að sér kveða þegar hún kom inn á sem varamaður og skoraði skömmu síðar í 2:0 sigri íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í vináttulandsleik gegn Japan á fimmtudagskvöld.

Berglind Björg kvaðst vitanlega ánægð með innkomuna. Eftir að hafa skorað gegn sterku liði Japans gerir hún þá kröfu á að byrja næsta leik gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 á þriðjudag?

„Nei ég geri ekki kröfu á byrjunarliðssæti en maður vill auðvitað byrja leiki. Maður tekur bara því hlutverki sem maður fær og Steini [Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari] ákveður liðið.

Ég reyni bara að gera mitt besta, hvort sem það er í byrjunarliði eða að koma inn af bekknum og hafa áhrif á leikinn,“ sagði Berglind Björg á Teams-fjarfundi með fréttamönnum í dag.

Mark hennar gegn Japan var hennar áttunda mark í 56. landsleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert