Snýst líka um áhuga fólks á kvennaliðinu

„Það hefur ekki tekist að byggja upp sömu sigurhefð og var þarna á sínum tíma,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, þegar rætt var um KR í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Þetta snýst líka um áhuga fólksins í kring á félagi sínu og áhuga fólksins, sem vinnur í kringum félagið, á kvennaliðinu. Ég sem gamall KR-ingur vil meina að við getum sýnt þessu miklu meiri áhuga,“ sagði Helena meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

KR fagnaði sigri í 1. deildinni síðasa sumar og snýr …
KR fagnaði sigri í 1. deildinni síðasa sumar og snýr aftur í efstu deild í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert