Gerðum okkur erfitt fyrir

„Keflvíkingar voru með yfirhöndina í öllum návígum,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis úr Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir 0:3-tap liðsins gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu á HS Orku-vellinum í Keflavík í kvöld.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að mæta illa andlega undirbúnir til leiks.

Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og ef það á að ganga eftir þurfum við að rífa okkur upp úr þessu bulli sem var í gangi í dag,“ bætti Brynjar við í samtali við mbl.is.

Brynjar Hlöðversson og liðsfélagar hans í Leikni náðu sér ekki …
Brynjar Hlöðversson og liðsfélagar hans í Leikni náðu sér ekki á strik í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is