Fyrsti sigur Aftureldingar kom í Keflavík

Afturelding vann sinn fyrsta leik í efstu deild í sumar …
Afturelding vann sinn fyrsta leik í efstu deild í sumar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík og Afturelding mættust í kvöld í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leik sátu Keflavíkurstúlkur í fjórða sæti deildarinnar með sex stig en Afturelding sátu í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar með núll stig.

Leikurinn endaði með 2:1 sigri Aftureldingar og var þetta fyrsti sigurleikur þeirra á tímabilinu, þær sitja samt sem áður áfram í níunda sæti með þrjú stig. Keflavíkurstúlkur sitja áfram í fjórða sæti með sex stig.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fékk Kristrún Ýr dauðafæri eftir fjögra mínúta leik, en Auður með frábæra markvörslu. Keflvíkingar fengu síðan vítaspyrnu á 14. mínútu þegar Signý Lára handlék knöttinn í sínum eigin vítateig og réttilega dæmt víti. Aníta Lind steig á punktinn og skoraði af öryggi, 1:0 fyrir Keflavík eftir 14. mínútur.

Sólveig Jóhannesdóttir jafnaði leikinn á 36. mínútu eftir góðann undirbúning frá Jade Arianna. Afturelding komst síðan yfir rétt fyrir hálfleik þegar Christina Clara Settles skaut boltanum í stöngina og inn. 1:2 hálfleikstölur í Keflavík.

Seinni hálfleikur var ekki sá skemmtilegasti og var lítið um færi hjá báðum liðum. Ekki var mikið um gæði í seinni hálfleiknum og var mikið um langa bolta og klafs. Keflavíkurkonur náðu ekki að skapa sér nægilega góð færi og jöfnunarmarkið kom ekki.

Lokatölur í Keflavík 1:2 og Afturelding sækir sinn fyrsta sigur og sín fyrstu stig í sumar.

Næsti leikur Keflavíkur er á útivelli gegn Selfossi þann 19. maí en Afturelding tekur á móti Stjörnunni á heimavelli á miðvikudaginn 18. maí næstkomandi.

Keflavík 1:2 Afturelding opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is