ÍBV staðfestir komu Benyu

Kundai Benyu í leik með Vestra gegn Þór síðasta sumar.
Kundai Benyu í leik með Vestra gegn Þór síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍBV staðfesti á heimasíðu sinni í dag komu Kundai Benyu sem lék með Vestra í 1. deild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili.

Benyu var samningsbundinn Vestra en hafði sjálfur sagt að hann ætlaði sér að spila annars staðar og voru ÍBV og ÍA þar nefnd til sögunnar. 

Nú hefur ÍBV staðfest að leikmaðurinn mun ganga til liðs við félagið en hann fær þó ekki leikheimild fyrr en sumarglugginn opnar í lok júní.

Benyu lék með landsliði Simbabve á Afríkumótinu í janúar.

mbl.is