Valur og Breiðablik í efri styrkleikaflokkum

Valur og Breiðablik komast að því á morgun, föstudag, hverjum …
Valur og Breiðablik komast að því á morgun, föstudag, hverjum þeim mæta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og Breiðablik eru bæði í efri  styrkleikaflokki þegar dregið verður til fyrstu umferðar í Meistaradeild kvenna í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss á morgun, föstudag.

Valur á hinsvegar mun meiri möguleika á að fá vel viðráðanlega mótherja í fyrstu umferðinni en meðal mögulegra mótherja Breiðabliks eru Íslendingaliðin Eintracht Frankfurt, Kristianstad og Rosenborg.

Í fyrstu umferð eru liðin dregin í fjögurra liða hópa þar sem leikið verður á heimavelli eins liðanna, og fyrst spiluð undanúrslit en síðan úrslitaleikur milli sigurliðanna um sæti í 2. umferð.

Fyrsta umferðin er leikin dagana 18. og 21. ágúst en þann 1. september verður síðan dregið til 2. umferðar sem leikin er tvær síðustu vikurnar í september. Þar er spilað um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefst 19. október og er leikin til 22. desember.

Dregið er í tveimur hópum, annars vegar hjá meistaraliðum þjóðanna, þar sem Valur er fulltrúi Íslands, og síðan hjá þeim liðum sem voru í öðru og þriðja sæti hjá sterkustu þjóðum Evrópu en Breiðablik er í þeim hópi.

Þannig líta hóparnir út en úr hvorum hópi fyrir sig eru liðin í flokki eitt dregin gegn liðunum í flokki tvö.

Meistarahópurinn

Styrkleikaflokkur 1
1 Juventus (Ítalíu) 30.900
2 BIIK-Shymkent (Kasakstan) 30.600
3 St. Pölten (Austurríki) 25.700
4 Zürich (Sviss) 22.500
5 Gintra (Litháen) 18.600
6 Spartak Subotica (Serbíu) 16.800
7 Vllaznia (Albaníu) 14.400
8 Twente (Hollandi) 13.900
9 Benfica (Portúgal) 13.600
10 Apollon LFC (Kýpur) 13.000
11 Anderlecht (Belgíu) 12.400
12 SFK 2000 Sarajevo (Bosníu) 11.400
13 Universitatea Olimpia Cluj (Rúmeníu) 10.800
14 Vorskla-Kharkiv-2 (Úkraínu) 10.200
15 Valur (Íslandi) 8.350
16 Ferencváros (Ungverjalandi) 8.300
17 PAOK (Grikklandi) 7.600
18 Pomurje Beltinci (Slóveníu) 7.400
19 Breznica Pljevlja (Svartfjallalandi) 6.000
20 Dinamo-BSUPC (Hvíta-Rússlandi) 5.400
21 Flora Tallinn (Eistlandi) 4.600
22 Brann (Noregi) 4.500

Styrkleikaflokkur 2
23 Rangers (Skotlandi) 4.400
24 Lanchkhuti (Georgíu) 3.800
25 Split (Króatíu) 3.700
26 Racing FC Union Luxembourg (Lúxemborg) 3.600
27 KÍ Klaksvík (Færeyjum) 3.600
28 Shelbourne (Írlandi) 3.500
29 Birkirkara (Möltu) 3.000
30 Swansea City (Wales) 2.900
31 Qiryat Gat (Ísrael) 2.800
32 ALG Spor (Tyrklandi) 2.600
33 SFK Rīga (Lettlandi) 2.400
34 Agarista CSF Anenii Noi 2020 (Moldóvu) 2.400
35 Glentoran (Norður-Írlandi) 2.200
36 UKS SMS Lódz (Póllandi) 2.200
37 KuPS Kuopio (Finnlandi) 1.900
38 Hayasa (Armeníu) 1.400
39 Lokomotiv Stara Zagora (Búlgaríu) 1.200
40 Hajvalia (Kósóvó) 1.100
41 Spartak Myjava (Slóvakíu) 1.100
42 Ljuboten (N-Makedóníu) 0.400

Deildarhópurinn

Styrkleikaflokkur 1 
1 Manchester City (Englandi) 63.200
2 Glasgow City (Skotlandi) 33.400
3 Fortuna Hjørring (Danmörku) 28.550
4 Real Madrid (Spáni) 26.233
5 FC Minsk (Hvíta-Rússlandi) 23.400
6 Ajax (Hollandi) 20.900
7 Breidablik (Íslandi) 17.850
8 Paris FC (Frakklandi) 17.666

Styrkleikaflokkur 2 
9 Eintracht Frankfurt (Þýskalandi) 15.133
10 Servette FCCF (Sviss) 10.500
11 Kristianstad (Svíþjóð) 8.833
12 Slovácko (Tékklandi) 7.766
13 Sturm Graz (Austurríki) 6.700
14 Rosenborg (Noregi) 6.500
15 Roma (Ítalíu) 5.900
16 Tomiris-Turan (Kasakstan) 4.600

Sjö lið lið sitja hjá og fjögur þeirra fara beint í riðlakeppnina en það eru Evrópumeistarar Lyon, Chelsea, Barcelona og Wolfsburg. Hin þrjú, Slavia Prag, Rosengård og Köge, koma til leiks í 2. umferð.

mbl.is