HK á toppinn eftir frábæran sigur fyrir austan

HK fór upp fyrir FH með sigrinum í dag.
HK fór upp fyrir FH með sigrinum í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

HK tyllti sér á topp 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, í dag þegar liðið vann sterkan 4:1-útisigur á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Arna Sól Sævarsdóttir kom HK yfir strax á þriðju mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Ainhoa Plaza metin fyrir heimakonur.

Staðan var því jöfn, 1:1, í leikhléi.

Í síðari hálfleik gengu gestirnir úr Kópavogi á lagið og bættu við þremur mörkum.

María Sól Jakobsdóttir skoraði á 56. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Arna Sól annað mark sitt og þriðja mark HK.

Isabella Eva Aradóttir rak svo smiðshöggið með fjórða markinu á 69. mínútu.

HK er nú með 21 stig í toppsæti deildarinnar, einu meira en FH og Tindastóll sem eru í öðru og þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert