Fimm leikja bann Arnars stendur

Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fimm leikja bannið sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta, fékk fyrir framkomu sína eftir leik KA og KR í Bestu deildinni stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins.

Arnar var allt annað en sáttur við dómara leiksins og hreytti hann ókvæðisorðum að Sveini Arnarssyni, sem var fjórði dómari í leiknum, undir lok leiks og einnig eftir leik. Hann fór sjálfkrafa í tveggja leikja bann, þar sem hann hafði fengið eitt rautt spjald fyrr í sumar, og var tveimur leikjum bætt við vegna hegðunar og framkomu hans eftir leikinn.

„Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 2/2022 Knattspyrnudeild KA gegn Aga- og úrskurðarnefnd. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefnd um leikbann Arnars Grétarssonar í samanlagt 5 leiki í Íslandsmóti KSÍ og sekt knattspyrnudeildar KA að upphæð kr. 100.000,-,“ segir í frétt á vef Knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Loka