Fylkir á toppinn eftir sjö marka veislu

Þórður Gunnar Hafþórsson sækir að Selfyssingum í Árbænum í kvöld.
Þórður Gunnar Hafþórsson sækir að Selfyssingum í Árbænum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir er komið á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, eftir sigur gegn Selfossi á Würth-vellinum í Árbænum í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Fylkis en Árbæingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik.

Emil Ásmundsson skoraði tvívegis fyrir Fylki í fyrri hálfleik og Birkir Eyþórsson var einnig á skotskónum fyrir Árbæinga.

Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss í 1:3 á 47. mínútu og Valdimar Jóhannsson skoraði annað mark Selfyssinga á 60. mínútu.

Birkir Eyþórsson skoraði sitt annað mark í leiknum á 63. mínútu þegar hann kom Fylki í 4:2 áður en Hrvoje Tokic klóraði í bakkann fyrir Selfoss með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fylkir er með 39 stig í festa sæti deildarinnar og hefur tveggja stiga forskot á HK sem er í öðru sætinu en Selfoss er með 25 stig í sjötta sætinu.

Þá er Afturelding komin í fimmta sætið eftir 4:1-sigur gegn KV að Varmá í Mosfellsbæ þar sem Marciano Aziz skoraði þrennu fyrir Mosfellinga.

Javier Ontiveros skoraði einnig fyrir Aftureldingu en Askur Jóhannsson minnkaði muninn í 1:3 fyrir KV á 80. mínútu. 

Afturelding er með 25 stig en KV er í ellefta sætinu með 11 stig, 9 stigum frá öruggu sæti.

mbl.is