Ætluðum að hafa gaman af og njóta, leyfa öllum að spila

Stjörnukonur höfðu betur í dag og hrepptu annað sætið.
Stjörnukonur höfðu betur í dag og hrepptu annað sætið. mbl.is/Óttar

„Mér finnst auðvitað svekkjandi að tapa en auðvitað samgleðst ég Stjörnunni með frábært lið,“ sagði Kristrún Ýr Hólm fyrirliði Keflavíkurkvenna eftir 4:0 tap fyrir Stjörnunni í Garðabænum í dag þegar lokaumferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Bestu deildinni, fór fram.

„Við vissum að þær yrðu erfiðar en komum sjálfar með það hugarfar að hafa gaman af og njóta leiksins, leyfa öllum að spila en  auðvitað hefðum við getað gert mjög margt miklu betur en svona er þetta,“  bætti fyrirliðinn við og bjartsýn á framtíðina í Keflavík.

„Mér fannst  sumarið svona upp og niður hjá okkur, margir leikir sem við getum verið virkilega stoltar af en aðrir leikir sem við hefðum átt að gera miklu betur.  Við hefðum þurft að vinna heima því við vorum betri á útivöllum en það er greinilega nægt svigrúm til að bæta okkur og gott að við erum reynslunni ríkari eftir þetta tímabil.  Það eru margar efnilega stelpur í yngri flokkunum svo það er björt framtíð í Keflavík.“

Kristrún Ýr Holm og Ída Marín Hermannsdóttir eigast við fyrr …
Kristrún Ýr Holm og Ída Marín Hermannsdóttir eigast við fyrr á leiktíðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert