Atli er efstur í M-gjöfinni

Atli Sigurjónsson í leik með KR gegn Stjörnunni í sumar.
Atli Sigurjónsson í leik með KR gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atli Sigurjónsson kantmaður KR-inga hefur verið besti leikmaður Bestu deildar karla á yfirstandandi keppnistímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, þegar 22 umferðum er lokið af 27 í deildinni.

Atli er efstur í M-gjöf blaðsins með 20 M samanlagt í 22 leikjum KR-inga og af þeim fékk hann sextán M í síðustu fjórtán leikjum liðsins, eftir rólega byrjun á tímabilinu.

Atli er með þrjú M í forskot á næsta mann, Jason Daða Svanþórsson úr Breiðabliki, áður en lokasprettur deildarinnar hefst á morgun þegar liðunum hefur verið skipt í efri og neðri hluta.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá hverjir eru í sextán efstu sætum M-gjafarinnar eftir 22 umferðir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert