Jóhann Berg og Sverrir beint í byrjunarliðið

Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í Kaunas.
Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í Kaunas. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Litháen í undanúrslitum Eystrasaltsbikarsins hefur verið tilkynnt.

Jóhann Berg Guðmundsson hjá Burnley og Sverrir Ingi Ingason hjá PAOK snúa aftur í byrjunarliðið eftir að hafa ekki leikið með landsliðinu um skeið.

Byrjunarlið Íslands:

Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Þórir Jóhann Helgason, Birkir Bjarnason, Ísak B. Jóhannesson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson, Jón Dagur Þorsteinsson.

Í upphaflegri frétt var greint frá því að Rúnar Alex Rúnarsson væri fyrirliði Íslands í dag enda tilkynnt um það á samfélagsmiðlum KSÍ. Það er þó ekki rétt og er Birkir Bjarnason fyrirliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert