Flestir í góðu leikformi

Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson frá Akranesi hefur …
Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson frá Akranesi hefur verið í stóru hlutverki hjá danska liðinu København í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestir af landsliðsmönnum Íslands í fótbolta sem Arnar Þór Viðarsson valdi í hóp sinn í gær eru í ágætu leikformi og hafa spilað mikið með sínum félagsliðum undanfarnar vikur og mánuði.

Tveir af þeim sem hafa leikið mest með landsliðinu síðustu eitt til tvö árin eru þó ekki í góðri leikæfingu. Þórir Jóhann Helgason hefur mjög lítið komið við sögu með Lecce í ítölsku A-deildinni síðan í október og Ísak Bergmann Jóhannesson hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá København í Danmörku síðustu mánuðina.

Þá hefur miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson lítið verið í byrjunarliði danska liðsins OB og markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur ekki spilað deildarleik með Midtjylland síðan í haust.

Þeir sem spila í Svíþjóð og Noregi hafa aðeins leikið bikarleiki og æfingaleiki það sem af er þessu ári. Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason, Andri Lucas Guðjohnsen, Davíð Kristján Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru í þeirri stöðu, og þá er tímabilið nýhafið hjá Guðlaugi Victori Pálssyni í Bandaríkjunum.

Birkir Bjarnason er ekki í hópnum og missir af leik í undankeppni eða lokakeppni EM í fyrsta sinn í tólf ár en hann hefur lítið spilað með Adana Demirspor í Tyrklandi að undanförnu og Arnar Þór sagði í gær að vegna stöðu hans hjá félaginu hefðu þeir verið sammála um að Birkir yrði ekki með í þessum leikjum.

Arnar hefur greinilega ekki náð sáttum við Albert Guðmundsson þó þeir hafi ræðst við á dögunum og sagði í tilkynningu frá KSÍ að það væru vonbrigði að hann væri ekki tilbúinn til að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. Albert hefur ekki leikið með landsliðinu frá því í júní 2022 af þessum sökum.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »