KA í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi úr sinni spyrnu í …
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi úr sinni spyrnu í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA mætir Val í úrslitum Lengjubikarsins eftir sigur á ÍBV í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum í Akraneshöllinni í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og var því farið í vítaspyrnukeppni. Hallgrímur Mar Steingrímsson, Sveinn Margeir Hauksson, Bjarni Aðalsteinsson og Hrannar Björn Steingrímsson skoruðu úr fyrstu fjórum spyrnum KA en Harley Willard brenndi þeirri fimmtu af.

Það kom þó ekki að sök en einungis Eiður Aron Sigurbjörnsson, Filip Valencic og Felix Örn Friðriksson skoruðu fyrir ÍBV. Bæði Elvis Bwomono og Alex Freyr Hilmarsson klikkuðu úr sínum spyrnum og KA því sigurvegari.

Leikur KA og Vals fer fram fimmtudaginn 30. mars.

mbl.is