Ræddi við markvörð í miðjum leik

Helgi Daníelsson (til hægri) ásamt annarri goðsögn, Þórólfi Beck, árið …
Helgi Daníelsson (til hægri) ásamt annarri goðsögn, Þórólfi Beck, árið 1995. Ljósmynd/Jón Svavarsson

„Hann verður einhverntíma góður þessi,“ var sagt upp við Akranesmarkið. „Hann er orðinn góður, og hann er ennþá í þriðja flokki,“ svaraði Helgi markmaður og hélt síðan áfram að syngja, því nú voru Skagamenn í sókn.

Þessi klausa úr Morgunblaðinu vorið 1963 sætir tíðindum, eins og þið eruð þegar búin að gera ykkur grein fyrir. Blaðamaður blaðsins hefur sumsé rætt við Helga Daníelsson, markvörð Skagamanna, í miðjum kappleik í Litlu-bikarkeppninni. Mótherjinn var Keflavík og lauk leiknum suður með sjó með sigri Skagamanna, 5:1.

Sérstaka athygli fulltrúa Morgunblaðsins á leiknum vakti ungur piltur á hægri kanti í liði Skagamanna og um hann spjölluðu þeir Helgi. Pilturinn var Eyleifur Hafsteinsson sem lengi var lykilmaður í Skagaliðinu og lék síðar 26 landsleiki. 

Eyleifur Hafsteinsson í leiknum góða.
Eyleifur Hafsteinsson í leiknum góða.


Það háði heimamönnum aðeins að leiknum var flýtt um tvær klukkustundir og ekki náðist að láta alla leikmenn liðsins vita. Guðbjörn þjálfari þurfti því að endurskipuleggja lið sitt.

„Þremenningarnir Ingvar, Skúli og Ríkharður áttu greiða götu að marki ÍBK gegn um götótta vörn Keflvíkinga, enda skiptust þeir á með að skora. Ingvar 3 mörk, Skúli og Ríkharður sitt markið hvor,“ stóð í frétt Morgunblaðsins.

 

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert