„Fannst þetta vera rangstaða“

Ólafur Íshólm Ólafsson í leiknum í kvöld.
Ólafur Íshólm Ólafsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, átti magnaðar vörslur í 1:2-tapi fyrir KR í Bestu deildinni í knattspyrnu og kom með þeim í veg fyrir stærra tap þeirra bláklæddu.

Ólafur var þó að vonum svekktur með tapið.

„Það er slæm tilfinning að tapa. Mér fannst við vera á hælunum í fyrri hálfleik og fáum þetta mark á okkur. Þetta var hörku skot hjá honum og þá var róðurinn orðinn ansi þungur.

Svo kemur annað markið, ég á eftir að sjá þetta aftur því mér fannst þetta vera rangstaða þar sem hann stóð fyrir mér KR-ingurinn, en vonandi er það bara rétt hjá dómaranum.

Þetta er orðið að smá brekku þegar þú ert kominn 0:2 undir á móti KR, sem vilja verja markið sitt og vera þéttir til baka. En svo náum við inn marki, kannski aðeins of seint,“ sagði hann í samtali við mbl.is eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert