Dómarinn sendur heim

Bjorn Kuipers gefur Birki Bjarnasyni gula spjaldið.
Bjorn Kuipers gefur Birki Bjarnasyni gula spjaldið. AFP

Björn Kuipers, sem dæmdi leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitunum á EM á sunnudaginn, hefur verið sendur heim til Hollands af Knattspyrnusambandi Evrópu. 

Kuipers dæmir þar af leiðandi ekki meira í keppninni. Af þessu má draga þá ályktun að hjá UEFA hafi mönnum ekki þótt Hollendingurinn standa sig nægilega vel í leik Íslands í 8-liða úrslitunum til þess að verðskulda að dæma einhvern þeirra mikilvægu leikja sem eftir eru. 

Kuipers veitti útvarpsstöð í Hollandi viðtal í morgun og fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir þessari ákvörðun mótshaldara. 

Dómgæsla Kuipers í leiknum var ekki mjög umdeild en þó þótti mörgum Íslendingum undarlegt að ekki skyldi dæmd vítaspyrna á Frakka þegar boltinn skoppaði upp í hönd Patrice Evra í vítateig Frakka í síðari hálfleik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina