Stórsigur á óboðlegum velli

Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM.
Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er skrefi nær Evrópumótinu í Englandi sem fram fer 2021, eftir 6:0-stórsigur á Lettlandi við afar krefjandi aðstæður í Liepaja í gærkvöld. Keppnisvöllurinn var svo illa farinn að hann gat vart talist boðlegur.

Ísland lýkur þar með keppnisárinu 2019 með fullt hús stiga í undanriðli sínum, eftir sigra á Lettum, Slóvökum og Ungverjum, en á nýju ári eru fyrir höndum tveir leikir við Svía sem munu ráða úrslitum um hvort liðanna endar í efsta sæti riðilsins og kemst beint á EM. Liðið sem hafnar í 2. sæti þarf að ná góðum árangri í samanburði við aðra riðla, og því gæti hvert stig og jafnvel hvert mark reynst dýrmætt.

Hin 19 ára gamla Alexandra Jóhannsdóttir lék fyrsta mótsleik sinn fyrir Ísland í gær og skoraði fyrsta landsliðsmark sitt, en hún hafði áður leikið fjóra vináttulandsleiki. Þær Hlín Eiríksdóttir, jafnaldra hennar, hafa komið sterkar inn í lið sem annars er skipað afar reyndum leikmönnum sem sumar hverjar hafa farið þrisvar sinnum í lokakeppni EM.

Nánar  er fjallað um leikinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »