Danir og Serbar eru mættir til Linz

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er mættur með sveit sína til ...
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er mættur með sveit sína til Linz þar sem titilvörn danska landsliðsins hefst síðdegis á þriðjudag. Reuters

Leikmenn danska og serbneska landsliðsins í handknattleik komu til Linz í Austurríki rétt eftir miðjan dag í dag. Bæði lið stefna á tvær æfingar á morgun en flautað verður til leiks á Evrópumeistaramótinu á þriðjudag. Þá mæta Danir liði gestgjafanna annarsvegar en Serbar glíma við Íslendinga hinsvegar.

Íslenska landsliðið er væntanlegt til Linz um tvöleytið í nótt en það er í þessum rituðum orðum að lenda á flugvellinum í Vínarborg. Þá tekur við að minnsta kosti tveggja tíma rútuferð til Linz. Nokkur snjór og krapi er á veginum á milli Vinarborgar og Linz að sögn Guðmundar Hilmarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, sem var rétt ókominn til borgarinnar fyrir skammri stundu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina