Ólafur í hópinn í stað Kára

Ólafur Guðmundsson í leik gegn Portúgal í aðdraganda EM.
Ólafur Guðmundsson í leik gegn Portúgal í aðdraganda EM. mbl.is/Árni Sæberg

Kári Kristján Kristjánsson verður ekki í 16 manna leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta þegar það mætir Hvíta-Rússlandi í öðrum leik sínum á EM kl. 15 í dag.

Ólafur Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Kára sem verður hins vegar áfram með liðinu í Póllandi og gæti komið aftur inn í liðið síðar í mótinu. Aron Kristjánsson tók 17 leikmenn með til Póllands og var Ólafur einn þeirra, og hefur hann því getað tekið fullan þátt í undirbúningnum.

mbl.is