Stórsigur Spánverja í fyrsta leik

Valero Rivera Folch skorar eitt af fimm mörkum sínum fyrir ...
Valero Rivera Folch skorar eitt af fimm mörkum sínum fyrir Spán í sigri liðsins gegn Tékklandi í dag. AFP

Spánn valtaði yfir Tékkland, 32:15, þegar liðin mættust í fyrstu umferð í D-riðli á Evrópumótinu í handbolta karla sem leikið er í Króatíu um þessar mundir.

Spánverjar voru yfir allan leikinn og bættu hægt og bítandi við forskot sitt frá upphafi til enda leiksins. Staðan var 16:9 Spáni í vil og niðurstaðan varð síðan 17 marka sigur Spánar. 

Valero Rivera, Raul Entrerrios og Ferran Sole voru markahæstir í jöfnu liði Spánar með fimm mörk hver.

Stanislav Kasparek var ljósið í myrkrinu í sóknarleik Tékklands, en hann var atkvæðamestur í liði Tékka með fimm mörk. 

Danmörk og Ungverjaland sem eru með Spáni og Tékklandi í D-riðlinum mætast í seinni leik dagsins í riðlinum í kvöld. 

mbl.is