Small allt hjá þeim í upphafi seinni

Ólafur Guðmundsson gat ekki komið í veg fyrir tap Íslands …
Ólafur Guðmundsson gat ekki komið í veg fyrir tap Íslands í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá okkur. Við héldum þessu í járnum, þetta var eins og við vildum hafa það. Í seinni hálfleik fór allt að ganga upp hjá þeim í sókninni,“ sagði Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við RÚV eftir 29:22-tap gegn Króötum á EM þar í landi í kvöld.

Staðan var 14:13, Króatíu í vil, í hálfleik. Króatar voru hins vegar mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. 

„Við réðum illa við sjö á móti sex í sókninni hjá þeim og markmaðurinn þeirra fer í gang og þá koma hraðaupphlaupin. Það small allt hjá þeim í upphafi seinni hálfleiks og við misstum þá of langt frá okkur.“

Ísland leikur gegn Serbíu á þriðjudaginn kemur í úrslitaleik um hvort liðið fer í milliriðla. 

„Það er spennandi verkefni. Við sýndum flotta hluti í dag þótt við töpuðum og við verðum að nýta þá. Það er æðislegt að fá úrslitaleik við Serba,“ sagði Ólafur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert