Norðmenn gerðu það sem Íslandi mistókst

Magnus Gullerud tekinn föstum tökum af Milan Jovanovic í leiknum …
Magnus Gullerud tekinn föstum tökum af Milan Jovanovic í leiknum í dag. AFP

Noregur hrósaði sigri gegn Serbíu í fyrsta leik milliriðla Evrópumótsins í Króatíu, 32:27, og var það sérstaklega góður síðari hálfleikur sem lagði grunninn að sigrinum.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var jöfn, 15:15. Eftir hlé voru það hins vegar Norðmenn sem gáfu í, náðu 7:2 kafla snemma í síðari hálfleik og lögðu með því grunninn að sigrinum. Þeim tókst því það sem Íslandi tókst ekki gegn Serbum, en þar var það lokakaflinn sem varð íslenska liðinu að falli.

Kristian Bjornsen var markahæstur hjá Norðmönnum með átta mörk og var valinn maður leiksins en hjá Serbum skoruðu þeir Zarko Sesum og Bojan Beljanski fimm mörk hvor.

Noregur er nú með fjögur stig í milliriðli 1 þar sem saman koma efstu þrjú liðin í A og B-riðlum mótsins. Næsti leikur Noregs er gegn Króatíu á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert