Danir búnir að vinna riðilinn

Mikkel Hansen stórskytta Dana.
Mikkel Hansen stórskytta Dana. AFP

Jafntefli Tékka og Slóvena í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handknattleik í dag gerði það af verkum að Danir eru öruggir með sigur í riðlinum en þeir höfðu áður tryggt sér sæti í undanúrslitunum.

Danir mæta liðinu sem hafnar í 2. sæti í milliriðli eitt í undanúrslitunum en úr því fæst skorið síðar í kvöld hverjir mótherjarnir verða. Frakkar eru efstir í milliriðli eitt með 8 stig og Króatar og Svíar koma næstir með 6 stig. Frakkar mæta Króötum í kvöld og nýhafinn er leikur Svía og Norðmanna.

Danir eru í eldlínunni gegn Makedóníumönnum þessa stundina en leikur liðanna hófst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.

mbl.is