Íslenska landsliðið á öllum skjám

Íslendingar á skjánum í Barcelona.
Íslendingar á skjánum í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

Víða er hægt að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu leika listir sínar en liðið vann í kvöld Portúgal í fyrsta leik sínum á EM karla í Ungverjalandi og Slóvakíu eins og vel hefur verið fjallað um hér á mbl.is. 

Handboltaáhuginn er mikill í Ungverjalandi þar sem íslenska liðið leikur. Þegar Ungverjar mættu Hollendingum í fyrsta leiknum í B-riðli Íslands á fimmtudagskvöldið var uppselt þótt hin glæsilega höll, MVM Dome, taki rúmlega 20 þúsund manns í sæti. 

Lesandi mbl.is sendi miðlinum ljósmynd sem tekin var á flugvellinum í Barcelona meðan á leik Íslands og Portúgals stóð í kvöld. Þar var leikurinn á öllum skjám. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert