„Hversu heimskur er hægt að vera“

Danir voru með leikinn í hendi sér gegn Frökkum en …
Danir voru með leikinn í hendi sér gegn Frökkum en töpuðu á lokamínútunum. AFP

Danski handknattleikssérfræðingurinn Bent Nyegaard gagnrýndi þá ákvörðun Hagkaups að fresta dönskum dögum um óákveðinn tíma á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Hagkaup aflýsti dönskum dögum verslunarinnar eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi í lokaleik milliriðils I í Búdapest á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í gær.

Tap Dana gerði það að verkum að Ísland kemst ekki áfram í undanúrslit en Danir voru með leikinn í hendi sér þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

„Hversu heimskur er hægt að vera,“ skrifaði Nyegaard á Twitter og vísaði þar í frétt TV2 um viðbrögð Íslendinga við tapi Dana.

Í greininni er einnig fjallað um frumvarp Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem hann lagði til að kóróna og merki Kristjáns Danakonungs yrði fjarlægt af Alþingishúsinu.

mbl.is