Eina sem hægt er að gagnrýna Guðmund fyrir

„Við getum ekki mætt á mót eftir mót eftir mót án þess að vera með tvær varnir,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í efstu deild karla í handknattleik, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði frábærum árangri á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, þrátt fyrir mikil áföll, og endaði í sjötta sæti.

Liðið hefur alla tíð leikið svokallaða 6-0 vörn undir stjórn Guðmundur Guðmundssonar en varnarleikurinn var stigvaxandi á mótinu hjá íslenska liðinu og frábær í milliriðlakeppnini.

„Það er í raun það eina sem hægt er að gagnrýna Guðmundur fyrir eftir þetta mót,“ sagði Halldór Jóhann.

„Allir andstæðingar okkar á mótinu gátu breytt um vörn og sprengt aðeins upp leikina þegar hlutirnir eru ekki að ganga.

Það spila flestallar þjóðir tvö varnarafbrigði og við gerðum þetta líka þegar við vorum með okkar besta lið eins og þegar Guðjón Valur Sigurðsson var fyrir framan vörnina,“ sagði Halldór Jóhann.

EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.

Guðmundur Guðmundsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá árinu 2018.
Guðmundur Guðmundsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá árinu 2018. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert