Martin Jol hættur með Tottenham

Martin Jol er á förum frá Tottenham.
Martin Jol er á förum frá Tottenham. Reuters

Martin Jol stjórnaði liði Tottenham í síðasta skipti í kvöld þegar liðið tapaði fyrir spænska liðinu Getafe, 1:2, á heimavelli í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Jol sagði starfi sínu lausu fyrir leikinn og greindu breskir fjölmiðlar frá því að Spánverjinn Juande Ramos þjálfari Sevilla hafði samþykkt að taka við liðinu.

Jol tók við liði Tottenham í nóvember 2004. Tottenham varð í fimmta sæti undir hans stjórn á síðustu leiktíð en á yfirstandandi leiktíð hefur hvorki gengið né rekið hjá því og hefur það aðeins unnið einn af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina