BBC fjallar um Þórð og stjórnmálin

Þórður Guðjónsson
Þórður Guðjónsson mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þórður Guðjónsson, fyrrum leikmaður Stoke City, Preston og Derby hefur ákveðið að reyna fyrir sér í stjórnmálum. Eitthvað á þennan veg hefst frétt BBC af upphafi stjórnmálaferils Þórðar.

Í fréttinni segir að hinn 35 ára gamli miðjumaður hafi boðið sig fram til þings á Íslandi. Guðjón Þórðarson, faðir hans, segist telja að Þórður eigi góða möguleika á að komast á þing.

„Hann er góður og heiðarlegur maður þannig að ég held hann eigi möguleika,“ segir  Guðjón og segist vera kominn af pólitískri fjölskyldu og bendir BBC á að fyrrum forsætisráðherra hafi verið mágur hans. „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og hefði alveg getað hugsað mér að snúa mér að þeim ef ég hefði ekki farið í boltann. En ég held nú samt að ég sé betur settur í boltanum,“ segir Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina