Grétar Rafn með nýjan samning við Bolton

Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton gegn Newcastle.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton gegn Newcastle. Reuters

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Bolton. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grétar gekk í raðir Bolton frá hollenska liðinu AZ Alkmaar í janúar á síðasta ári og hefur verið fastamaður í liðinu og leikið afar vel með því.

Grétar, sem gerði fjögurra ára samning við Bolton í fyrra, hefur spilað 28 af 29 leikjum Bolton í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hefur náð að skora 2 mörk en á síðustu leiktíð lék hann 16 leiki með liðinu.

mbl.is