Nani kvartar undan Ferguson

Nani í baráttu við Kieran Richardson í leik United og …
Nani í baráttu við Kieran Richardson í leik United og Sheffield United. Reuters

Portúgalski kantmaðurinn Nani upplýsir í viðtali við portúgalsk dagblað að lífið sé ekki neinn dans á rósum undir stjórn Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United. Nani kvartar yfir því að Ferguson hafi ekki gefið sér fleiri tækifæri til að sýna sig og sanna.

Nani segir að Fergsuon taki ekki bara ákveðna leikmenn fyrir heldur séu goðsagnir United á borð Ryan Giggs og Gary Neville oftar en ekki nefndir á nafn í skammaræðum stjórans. 

,,Ferguson er afar margslunginn maður. Hann er fastur fyrir. Ef hlutirnir ganga vel þá er allt í lagi en þegar hlutirnir fara úr skorðum þá getur allt ruglast. Hann getur getur farið frá því að hrósa þér yfir í það að skammast í þér á nokkrum mínútum. Hefur þetta hent mig?Ó já. Hann segir; Nani hvernig fórst þú að því að klikka á þessu eða þessu,“ segir Nani.

,,Hann öskrar á leikmenn fyrr framan alla. Eginn sleppur og það sitja allir við sama borð. Giggs og Neville verða oftast fyrir skömmum vegna þess að þeir eru reynslumestir í liðinu,“ segir Portúgalinn.

Nani finnst hann svolítið hafa verið skilinn út undan í liði Englandsmeistaranna en hann kom til Manchester-liðsins frá Sporting Lissabon árið 2007.

,,Það er mikið eftir að deildarkeppninni en ég spilaði ekki mikilvæga leiki eins og á móti Liverpool, Tottenham og Manchester City. Ég var ekki ánægður með það en við skulum sjá hvað gerist. Fólk reiknar með meiru frá mér og það er ekki auðvelt.

Ég veit að það væri betra ef ég skoraði fleiri mörk. Ég get átt frábæran leik en er svo ekki öruggur í byrjunarliðið í næsta leik á eftir. Það skemmir svolítið fyrir sjálfstraustinu,“ segir Nani og tekur það skýrt að hann hafi ekkert í hyggju að yfirgefa Old Trafford.

mbl.is

Bloggað um fréttina