Van der Sar boðinn nýr samningur

Edwin van der Sar er hvergi nærri hættur.
Edwin van der Sar er hvergi nærri hættur. Reuters

Manchester United hyggst bjóða markverðinum reynda frá Hollandi, Edwin van der Sar, að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár. Van der Sar er 38 ára gamall. Það er staðarblaðið Manchester Evening News sem segir frá þessu.

Van der Sar er aðalmarkvörður United og heldur enska landsliðsmarkverðinum Ben Foster og pólska landsliðsmarkverðinum Tomasz Kuszczak á varamannabekknum, eða utan hans.

Edwin van der Sar kom til Manchester United frá Fulham árið 2005 eftir að hafa spilað með Lundúnaliðinu í fjögur ár. Hann hafði áður spilað með Juventus í tvö ár og Ajax í níu ár þar á undan. Van der Sar á að baki 130 landsleiki fyrir Holland og lék tvo þá síðustu gegn Íslandi og Noregi fyrir rúmu ári síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina