Benítez á leiðinni til Inter?

Tími Rafaels Benítez hjá Liverpool virðist liðinn.
Tími Rafaels Benítez hjá Liverpool virðist liðinn. Reuters

Líklegt þykir að Rafael Benítez taki við Evrópumeisturum Inter Mílanó af José Mourinho, eftir að upplýst var að honum hefði verið boðinn starfslokasamningur hjá Liverpool í gærkvöld.

Gabriele Oriali, stjórnarformaður Inter, staðfesti við Corriere dello Sport að félagið hefði mikinn áhuga á Spánverjanum. „Við erum mjög hrifnir af Rafael Benítez og hann hefur verið hátt skrifaður hjá okkur síðan hann vann Meistaradeild Evrópu í Istanbúl," sagði Oriali og vitnaði þar til sigurs Liverpool á AC Milan í úrslitaleiknum árið 2005.

Sky Sports segir að talið sé fullvíst að Benítez fari frá Anfield og til Mílanó um leið og félögin tvö hafi komist að samkomulagi um greiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina