Jovanovic samdi við Liverpool til þriggja ára

Milan Jovanovic með treyju Liverpool.
Milan Jovanovic með treyju Liverpool. www.liverpoolfc.tv

Fram kemur á vef Liverpool í dag að það hafi samið til þriggja ára við serbneska landsliðsmanninn Milan Jovanovic. Serbinn, sem er 29 ára gamall sóknarmaður og lék með Serbum á HM, kemur til Liverpool frá belgíska liðinu Standard Liege sem hann hefur spilað með undanfarin fjögur ár.

,,Það er mikill heiður fyrir mig að skrifa undir samning hjá einu af stærsta liði heims. Ég get ekki byrjað eftir því að byrja að vinna með knattspyrnustjóranum og að hitta samherja mína í æfingabúðum í Sviss,“ segir Jovanovic á vef Liverpool en hann tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum á HM.


mbl.is

Bloggað um fréttina