Arsenal tilbúið að selja Arshavin

Andre Arshavin.
Andre Arshavin. Reuters

Arsenal er tilbúið að selja Rússann Andrei Arshavin í sumar en Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins ætlar að taka eitthvað til í leikmannahópnum í sumar og fá sterka leikmenn til liðs við sig.

Arsenal keypti Arshavin á 15 milljónir punda frá Zenit Peterburg í janúar 2009. Hann hefur ekki reynst Lundúnaliðinu sá liðsstyrkur sem menn vonuðust eftir en það gæti reynst erfitt fyrir Arsenal að selja Rússann því hann er á háum launum. Vikulaun hans nema 85.000 pundum sem jafngildir 16 milljónum króna.


mbl.is