Liverpool hefur augastað á Henderson

Henderson í baráttu við Nigel De Jong.
Henderson í baráttu við Nigel De Jong. Reuters

Jordan Henderson landsliðsmaðurinn ungi í liði Sunderland er undir smásjánni hjá Liverpool að því er enskir fjölmiðlar greina frá í kvöld. Henderson á fjögur ár eftir af samningi sínum við Sunderland og þykir hann vera einn af efnilegri leikmönnum Englands um þessar mundir.

Verðmiðinn á Henderson, sem er tvítugur að aldri, er sagður vera 20 milljónir punda en Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er með fleiri járn í eldinum. Hann er sagður hafa augastað á Stuart Downing og Ashley Young hjá Aston Villa sem og Charles Nzogbia hjá Wigan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert